28.4.2010 | 14:29
Gjaldeyrishöftin eiga að vera á áfram
Til hvers vilja menn afnema gjaldeyrishöftin ? Til þess að vogunarsjóðir og spákaupmenn fari að keppa við Seðlabankann um rétt viðmiðunargengi krónunar ?
Þegar spákaupmenn geta fellt pundið og jafnvél evruna þá er ljóst að krónan er í erfiðri stöðu ef hún er höfð algerlega fljótandi.
Í dag er það Seðlabankinn sem stjórnar genginu á krónunni og þegar krónan er eins veik og hún er í dag þá erum við að dæla gjaldeyri inn í landið. Vöruskiptajöfnuðurinn er búinn að vera jákvæður um 31 milljarð fyrstu þrjá mánuði ársins.
Það á að halda genginu á krónunni lágu meðan verið er að byggja upp gjaldeyrissjóð og greiða niður erlendar skuldir. Siðan á að stýra genginu þannig að viðskiptajöfnuðurinn verði sem næst núlli. Þannig er krónan rétt skráð. Að ætla sér að setja krónuna aftur algerlega á flot er kolröng stefna að mínu viti.
Icesave tefur afnám gjaldeyrishafta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Núna, þá er verið að halda genginu háu eins og staðan er í dag. Með því að takmarka fjármagnsflutninga út úr landinu, er einnig afar erfitt að fá erlenda fjárfesta til að fjárfesta hér, vegna þess að þeir eru að sjálfsögðu hræddir um að þeir lokist inni með peningana á Íslandi. Þetta endar síðan með auknu atvinnuleysi.
Ég er hins vegar sammála um að gengið þyrfti líklega að lækka, jafnvel þótt skuldir ríkissins fari upp úr öllu valdi, því að samtímis þessu þá myndu útgjöld ríkissins lækka, og hann gæti kannski farið að skila hagnaði, sem við þurfum til að borga milljarða lánin frá AGS. Að fleyta gengi krónunar myndi mögulega leysa þetta. En þetta myndi líka þýða gríðarlega lækkun á kaupmætti, aukna verðbólgu, os.frv. en aðeins til skamms tíma. Miðað við núverandi stefnu, þegar ríkið er rekið með 100 milljarða halla, þá er enginn endir á völdum AGS yfir landinu.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.