Lítið vit í þessum hugmyndum

Gjaldeyriseign Seðlabankans er í dag 543 milljarðar og gjaldeyrisskuldir um 236 milljarðar. Hrein gjaldeyriseign SÍ er því um 200 milljarðar.
Seðlabankinn er einnig með óádregnar lánalínur fyrir um 200 milljarða og getur þannig aukið gjaldeyrisforðann í um 750 milljarða ef á þarf að halda.

Erlendir aðilar eiga enn krónueignir, rúmlega 400 milljarða að stærstum hluta á innistæðureikningum lokaðar inni vegna gjaldeyrishafta.

Margir hagfræðingar eru að tala um það núna að nú sé best að taka gjaldeyrishöftin af td Jón Daníelsson og Þórður Friðjónsson.

Á næsta ári þarf að greiða um 250 milljarða gjaldeyrislán ríkissins. Einnig þarf að greiða af um 100 milljarða lánum orkufyrirtækja og sveitafélaga.

Það verða semsagt greiðslur með ríkisábyrgð fyrir um 350 milljarða á næsta ári. Að vísu getur Landsvirkjun sennilega greitt af sínum lánum án þess að fá gjaldeyri hjá Seðlabankanum.

Einnig eru gjaldeyrisgreiðslur 2012 um 250 milljarða.

Ef við gerum ráð fyrir því að allar erlendu krónurnar mundu leita út þegar gjaldeyrishöftunum yrði aflétt þá mundi þurfa að nota allan gjaldeyrissjóð SÍ á
næsta ári og þá er ekki reiknað með því hvað margir íslendingar mundu vilja færa krónurnar sínar í gjaldeyri.

Að vísu eru allar líkur á því að krónan mundi falla talsvert í verði við afnám haftanna þannig að ekki er víst að allir mundu sætta sig við að skipta úr krónum í erlenda mynt og einnig við fall krónunar þarf minni gjaldeyri til þess að greiða út krónurnar.

Ég mæli ekki með því að gjaldeyrishöftin verði tekin af og sé ekki að það væri skynsamlegt. það er hægt að létta eitthvað á þeim en ég mundi vilja að öll stærri gjaldeyrisviðskipti mundu fara fram með leyfi og samþykki Seðlabankans. Það er jú alltaf Seðlabankinn sem þarf að halda ballans á gjaldeyrisforða íslendinga.

Viðskiptajöfnuðurinn hefur verið jákvæður fyrstu níu mánuði ársins um hátt í 100 milljarða. Við erum því smá saman að safna gjaldeyri til þess að ná jafnvægi í gjaldeyrisstöðuna en það tekur talsverðan tíma þegar svona mikið er eftir af krónueignum útlendinga.

Ef ég ætti að gefa Seðlabankanum ráð þá mundi ég mæla með því að hann héldi uppboð á gjaldeyri. Þannig gæti Seðlabankinn ákveðið á nokkra mánaða fresti eða þéttar að bjóða út til dæmis 20 milljónir evra eða hærri upphæð til hæstbjóðanda og leyfa þeim að fara út með þann gjaldeyri.

Ef einhverjir útlendingar eru orðnir leiðir á því að vera lokaðir hér inni þá gæti Seðlabankinn jafnvél selt gjaldeyri á mikið hærra krónuverði í svona útboðum heldur en er skráð í dag.

þannig mundi smá saman létta á krónueignum útlendinga og þar með á pressunni sem er á krónunni.
mbl.is Segja höftin draga úr hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvers vegna ertu sammála því að þeir sem hafa háar erlendar fjármagnstekjur þurfi ekki að koma með þennan gjaldeyri til landsins?

Lúðvík Júlíusson, 17.12.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband