18.9.2014 | 15:36
Ríkið fær vaxtatekjur á móti vaxtagjöldum
Áætlað er að ríkið greiði 78 milljarða í vexti 2014. Það sem kemur hinsvegar nánast aldrei fram er að ríkið fær 18 milljarða í vaxtatekjur.
Nettovaxtagjöld eru því áætluð 60 milljarðar. Ríkið er tildæmis að fá vexti af gjaldeyrisvarasjóðnum sem ekki hefur verið notaður og óvíst hvort hann verði einhverntíman notaður.
Hluti af skuldum ríkissins er lán sem var tekið vegna stofnun Landsbankans. Landsbankinn greiddi ríkissjóð arð uppá tæpa 10 milljarða 2013 og 20 milljarða 2014. Ef þessum arðgreiðslum er bætt við sem fjármagnstekjum á móti fjármagnsgjöldum er ríkið að greiða langt undir 50 milljarða í fjármagnskostnað.
Allt útlit er á því að ríkið geti fengið milli 15 og 20 milljarða í arðgreiðslur frá LB á næsta ár. Það sem ég er að benda á er að hluti af skuldum ríkissins eru að skaffa ríkinu tekjur en það er aldrei talað um það.
Ekkert svigrúm til að lækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Landsbankinn verður seldur eins og stefnt er að, þá minnka fjármagnstekjur ríkissjóðs meira en fjármagnskostnaður.
Það verður því nauðsynlegt að hækka skatta til þess að mæta auknum útgjöldum vegna sölu eigna.
Mann setur hljóðan yfir þessum skuggalegu áformum.
Heimir Hilmarsson, 18.9.2014 kl. 17:30
Þetta eru engin ný sannindi og ekki talað um vegna þess að tekjur koma vaxtagjöldum ekkert við. Vaxtagjöldin eru þau sömu hvort sem einhverstaðar koma inn tekjur. Ríkið greiðir 78 milljarða í vexti 2014.
Og vonandi þarf aldrei að nota gjaldeyrisvarasjóðinn. Hann er sönnun á tilvist gjaldeyris og trygging fyrir því að þeir sem versla við Íslensk fyrirtæki fái greitt í einhverju öðru en gagnslausum krónum. Án hans fengi BYKO ekki nagla, Bónus ekki hrísgrjón og Olís ekki bensín. Þegar gjaldeyrisvarasjóðurinn hverfur er stutt í að hér séu ljósin slökkt og öllu lokað og læst.
Hábeinn (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 17:46
Rétt hjá Hábeini.
Dude (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.