Er hægt að halda stöðugleika með vaxtastýringu?

Á íslandi er peningastefnan sú að stjórna stöðugleika með vöxtum. Þetta er gerlegt þegar Seðlabankinn hefur gjaldeyrishöft og getur stýrt genginu. Undanfarin ár hefur Seðlabankinn því getað haldið genginu nokkuð stöðugu og þar af leiðandi haldið verðbólgunni niðri. Það er spurning hvers vegna Seðlabankinn hafi haldið vaxtastiginu svona háu undanfarin ár  meðan höftin hafa verið. Margir aðrir en ég eru ekki að átta sig á þörfinni á háum vöxtum þegar  fjármagnshöft eru á. Ég held að það verði mjög erfitt að halda hér stöðugleika með háum vöxtum ef höftin verða afnumin. Ef ekki verður breytt um peningastefnu þá myndast  samskonar ójafnvægi og var fyrir hrun. Seðlabankinn ætlar að slá á þenslu með vaxtahækkun. Vaxtamunur milli íslands og annara evrópulanda verður hvati fyrir erlenda aðila að fjárfesta í krónum og við byrjum að hlaða í næstu snjóhengju sem endar með hruni.

Það er hægt að skipta um peningastefnu sem yrði mun skilvirkari. Það væri hægt að hætta að stjórna stöðugleika með vöxtum en taka í staðin upp stöðugleikamarkmið með beinum sköttum. Í stað þess að hafa vaxtastefnunefnd þá verður ákveðið að halda vöxtum hér svipuðum og í nágrannalöndunum og sett upp skattastefnunefnd. Sú nefnd mundi síðan ákvarða með nokkura mánaða millibili hvort það þurfi að hækka eða lækka tekjuskattinn. Þessi aðferð væri ekki þensluhvetjandi samanber vaxtahækkun sem fyrirtækin mundu setja beint út í vöru og þjónustuverð. Einnig mundu ekki skapast skilyrði fyrir spákaupmennsku erlendra aðila vegna hárra vaxta. 

Tekjuskattsbreyting mundi hafa mun hraðvirkari áhrif heldur en vaxtahækkanir. Einnig mundi ríkið fá aukinn ávinning ef það þyrfti að slá á þenslu en ekki bankarnir. Mín skoðun er sú að vel er hægt að nota krónu hér áfram en þá þarf að breyta því hvernig peningakerfinu er stjórnað. 


mbl.is Það verða áfram höft við lýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband