Krónan fellur

Ætli það sé ekki komin tími til þess að taka krónuna af floti og festa gengið. Hvað er hægt að láta gengið falla mikið áður en gripið verður með handafli inni í og gengið fest. Undirliggjandi verðbólga fer sennilega að slaga í 30-40 %

Það er erfitt að ná niður verðbólgunni þegar krónan fellur svona, nánast vonlaust. Fólk sem skuldar verðtryggð lán er sennilega farið að lenda í vandræðum og þeir sem eru með gengislán  eru í stórvandræðum.

 Er ekki kominn tími fyrir stjórnvöld að grípa í taumana og það strax.


mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gengisfall krónunnar hefur einnig áhrif á námsmenn í útlöndum, sér í lagi á þeim stöðum þar sem erfitt er að finna hlutastarf með skóla. Þótt þeim gangi glimrandi vel í skóla og eru með hæsta GPA (grade point average) sem hægt er að fá þá geta þeir ekki haldið áfram námi ef þeir stóla sig eingöngu á LÍN.

Bóhannes (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband