22.12.2008 | 11:01
Duglaus ríkisstjórn
Það er erfitt að greina eitthvað jákvætt sem kemur frá ríkisstjórninni og lítil skynsemi virðist vera í flestu sem þaðan kemur.
Þegar bæði laun og fasteignaverð eru að lækka þá ákveður stjórnin að hækka skatt á neysluvörur sem strax hækkar verðbólguna.
Yfirleitt fylgist að launa og verðbólguhækkanir en það er ekki tilfellið núna.
Ef einhver ráðamaður les þessi orð hér þá vil ég gefa þeim ráð.
Það þarf að lækka stýrivexti STRAX niður í 2 % Í dag erum við að borga tugi milljarða í vexti til útlendinga vegna þessa háu stýrivaxta.
Það þarf einnig að lækka verðbólguna með handafli með því að breyta stillingum á vísitölugrunninum.
Það gengur ekki að íbúðarlán fólks hækki um sem nemur mánaðarlaunum í hverjum mánuði. Núna þurfa bæði fjármagnseigendur og lántakendur að bera ábyrgðina saman.
Hvað þarf að gerast til þess að stjórnvöld fari að gera eitthvað af viti hér ? Er það skynsamlegt að borga erlendum krónubréfaeigendum tugi milljarða vexti þegar hægt er að komast hjá því með því að lækka stýrivextina.
Verðbólgan mælist 18,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lækkun stýrivaxta myndi mjög ólíklega hafa önnur áhrif en þau að ýta enn frekar undir verðbólgu. Þeir vextir sem íslendingar greiða erlendum kröfuhöfum eru væntanlega með föstum vöxtum og því hefur breyting stýrivaxta engin áhrif þar á. Það að ætla að róta í verðbólguútreikningum er best til þess fallin að rýra trúverðugleika seðlabankans sem nú þegar er lítill sem enginn. Samt.... góðar tillögur.
Blahh (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.