Hár fjármagnskostnaður er orsök verðhækkunar

Orsökin vegna þessarar hækkunar er aðalega vegna veikingar krónunnar og hárra vaxta á lánum.

Fjármagnskostnaður er mjög hár hér þegar stýrivextir eru 18 % Það er aðalega þessi kostnaður sem hefur orsakað það að afkoma RARIK er neikvæð.

Ég mæli með því að ríkisstjórnin lækki stýrivextina niður í 2 %

Það þola engin fyrirtæki til lengdar að fjármagna sig á þessum kjörum. Að halda vöxtum svona háum þíðir í raun að verið er að kynda undir verðbólgunni. Vaxtabyrgðin fer út í verðlagið sem aftur hækkar neysluvísitöluna sem svo hækkar verðbólguna.

Einnig erum við að borga erlendum aðilum sem eiga krónur á Íslandi (jöklabréf) fáránlega háa vexti.

Væri ekki ráð að spara ríkinu vaxtagjöld sem nema tugum milljarða með því að lækka stýrivexti ?

 


mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eysi

Verðbólga er offramleiðsla á peningum. Til að sjá það best er að líta á heildarmagn peninga í umferð(M3 grafið).

http://www.gold-eagle.com/editorials_05/images/hommelberg102805a.gif

Þar sem ég finn ekki þetta graf fyrir íslensku krónuna þá verður þetta að duga. En frá því krónan byrjaði þá hefur meðalverðbólgan verið í kringum 15 % þannig myndin ætti að vera krappari fyrir krónu M3 grafið.

Þetta er hægt af því það er ekkert á bakvið gjaldmiðilinn og seðlabankinn prentar or prentar peninga.

http://www.shadowstats.com/imgs/2008/hyper/hyper-1.gif

eysi, 1.1.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband