Lækkið stýrivextina og sparið tugi milljarða

Eg er marg búin að benda á að ríkið þarf ekki að greiða þennan vaxtakostnað. Ef stýrivextirnir verða lækkaðir niður í 2 % þá myndi ríkið spara tugi milljarða.

Í dag erum við aðalega að greiða útlendingum þessa háu vexti en þeir eiga um 500 milljarða kr hér á innlánsreikningum og í ríkisskuldabréfum. 

Það er búið að setja hindranir á gjaldeyrisútflutning þannig að óþarfi er að hafa vextina svona háa.

Ég legg til að verðbólgunni verði handstýrt niður með því að breyta reiknigrunninum sem reiknar út vísitöluna og vextirnir lækkaðir í kjölfarið niður í 2 %

Hvaða vit er í núverandi vaxtastefnu ríkistjórnarinnar eða er yfirleitt eitthvað vit í þvi sem stjórnvöld eru að gera ?


mbl.is Vextir 22% af skattfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við búum við verðtryggt útlánakerfi í krónum sem gerir það að verkum að til að óverðstyggði hlutinn eins og til dæmis krónubréf rýrni ekki þurfa stýrivextir að endurspegla veðbólgu. Vegna þess að við getum gefið út þessar krónur þá eru vextir innan verðbólgu ekki raunverulegur kostnaður fyrir þjóðarbúið. þessir háu stýrivextir eru því partur af því að reyna að auka trú alþjóða fjárfesta á ísenska hagstjórn og yfirlýsing um að við munum ekki gera þessi bréf verðlaus með verðbólgu og frekari gengissigi krónunnar. 

Guðmundur Jónsson, 3.1.2009 kl. 12:35

2 identicon

það er akkurat málið að það sem við búum við er að sliga okkur. Þess vegna þarf að breyta því sem við búum við i dag til þess að koma skikki á ástandið. Breytingin er fólgin í því að keyra verðbólguna niður handvirkt og lækka stýrivextina. Ef við gerum það ekki strax verður erfitt að komast út úr þeim vandræðum sem við erum komin í.

Vandræðin eru að miklu leiti vegna hávaxtastefnunar sem hér hefur verið og verðtryggingarinnar. 

Þórhallur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Frábært. Alveg rétt og svo einfalt. Eins og sannleikurinn.

Stefna seðlabanka er gjörónýt

Vilhjálmur Árnason, 3.1.2009 kl. 13:26

4 identicon

Þú lækkar ekki stýrivexti og verðbólgu á sama tíma, það er nokkuð ljóst.  Aukin heldur ertu að tala um skuldbindingar sem ríkið hefur tekið sér á hendur.  Vextir eru fastir og því myndu breyttir stýrivextir ekki hafa þar áhrif á.  Eina leiðin til að minnka þessar vaxtagreiðslur er að kaupa aftur bréfin eða að lýsa því yfir að íslenska ríkið hyggist ekki greiða af skuldbindingum sínum.  Lýsi íslenska ríkið því yfir að það hyggst ekki greiða af skuldbindingum þá er ríkið í raun gjaldþrota.

Jájá (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:31

5 identicon

Það er alveg hægt að lækka vexti og verðbólgu á sama tíma með handafli. Verðbólgan sem við búum við núna er ekki vegna þennslu og þar af leiðandi þarf ekki að halda vöxtum háum.

Hluti af því fjármagni sem verið er að borga vexti af er inni á bankareikningum sem hækka og lækka eftir því sem stýrivöxtum er breytt.

Verðtryggð skuldabréf bera sennilega ekki hærri en 5-6 % fasta vexti. Ef verðbólgan lækkar mundi það spara ríkinu mikil fjármagnsgjöld.

Það hefur ekkert með skuldbindingar ríkissins að gera þótt við lækkuðum stýrivexti og verðbólgu með handafli.

Þórhallur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband