Háir stýrivextir eru della

Það væri betra að afnema öll gjaldeyrishöft og láta krónurnar sem erlendir aðilar eiga fara strax úr landi. Eftir því sem krónan styrkist fá útlendingarnir meira fyrir sínar krónur.

Ef við mundum afnema gjaldeyrishöftin væri líklegt að verðið á krónunni mundi lækka mikið í skamman tíma en byrja svo aftur að hækka. Þegar öll krónubréfin eru farin úr landinu þá tæki verðið á krónunni aðalega mið af því að inn og útflutningur væri í jafnvægi.

Nú þarf ríkisstjórnin að bretta upp ermarnar og lækka strax stýrivextina niður í 2-4 % og í kjölfarið breyta verðtryggingunni fyrir húsnæðislán þannig að þau taki bara mið af vísitölu húsnæðisverðs.

Ef vísitölugrunnurinn fyrir húsnæðislán tæki bara mið af húsnæðisverði þá mundi það virka sem bremsa á að húsnæðisverðið mundi hækka upp úr öllu valdi eins og gerðist undanfarin ár.

Einhver örugustu veð sem fjármálastofnanir hafa fengið í gegnum tíðina er veð í fasteignum þannig að það liggur bara beint við að taka einungis mið af verðbreytingum fasteignanna.

Ég gæti trúað því að við séum að borga útlendingum sirka 8 milljarða í vexti fyrir janúar.  Það er verið að tala um núna að skera niður í td. heilbrigðiskerfinu fjárhæðir sem eru aðeins hluti af vaxtagjöldunum sem við erum að greiða í janúar.

Einnig fara þessir háu vextir aftur út í neysluna sem svo aftur hækkar verðbólguna. Það þola engin fyrirtæki þessa háu vexti. 

 LÆKKIÐ VEXTINA STRAX OG SPARIÐ PENINGA

 

 

 


mbl.is Veik staða krónu meginástæða hárra stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband