Jöklabréfin eru erfiðari en IceSave

Ég gæti trúað að krónur í kerfinu hér sem útlendingar eiga eða aðrir eftir jöklabréfaútgáfuna séu af svipaðri stærðagráðu og gjaldeyrislánin sem verið er að taka frá AGS og norðurlöndunum.

Ef það er svo þá mundi sennilega stærstur hluti af gjaldeyrisvarasjóðinum sem er um 700 miljarðar hverfa úr landi þegar gjaldeyrishöftin væru afnumin.

Vert er að benda á að gjaldeyrisvarasjóður SÍ var um 7 miljarðar 2002. Nú þarf hann að vera hundrað sinnum stærri til þess að eiga við jöklabréfaruglið.

Hagstjórnarmistök undanfarinna ára eru svo viðamikil að furðu sætir. Það var hávaxtastefna SÍ sem kom okkur í þennan vanda og þeir sem stjórna SÍ í dag hafa ekkert lært. Sama hávaxtastefnan er enn þá við lýði sem þíðir að bankarnir eru að tapa um 8 miljörðum á mánuði vegna vaxtagreiðsla til jöklabréfaeigenda og annara innistæðueigenda.

Ef við verðum hógværir og áætlum að skuldin sem lendi á okkur vegna IceSave verið 300 miljarðar þá er ljóst að samanlagt verður gjaldeyrisskuld okkar í sambandi við jöklabréf og IceSave um 1000 miljarðar. 

Ef þessi skuld ber 5 % vexti þurfum við að greiða vaxtagjöld í gjaldeyri fyrir 50 miljarða á ári.

Einnig skulda orkufyrirtækin útgerðin og sveitafélögin mikið af gjaldeyrislánum.

Hámarks vöruskiptajöfnuður í íslandssögunni var 30 miljarðar árið 1994 að núvirði.

Hvernig eigum við að komast út úr þessari klípu ??


mbl.is Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara orðlaus. Eigum við einhverja von? Mín von er óðum að fjara út.

Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband