6.8.2009 | 10:54
Vöruskipti jákvæð en viðskiptjaöfnuður neikvæður
Það er jákvætt að vöruskipti séu í plús en vegna hárra vaxtagreiðslna af lánum er viðskiptajöfnuðurinn neikvæður. Því erum við ekki að byggja upp gjaldeyrisforða heldur að ganga á þann forða sem til er.
Að vísu eru ekki komnar tölur fyrir annan ársfjórðung frá SÍ en ég reikna ekki með að viðskiptajöfnuðurinn verði betri en fyrir 1 fjórðung.
1. ársfjórðungur 2009
Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 49,4 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi sem er talsvert minni halli en á síðustu fjórðungum á undan. Rúmlega 14 ma.kr. afgangur var í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd en rétt yfir 59 ma.kr. halli þáttatekna og 2,6 ma.kr. halli á þjónustuviðskiptum skýrir óhagstæðan viðskiptajöfnuð.
http://www.sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=4fe2ec43-9228-42ce-8103-498c85e1678b&nextday=27&nextmonth=8
Vöruskipti áfram hagstæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.