Ótrúlaga illa upplýstur Ráðherra

Mikið er furðulegt að heyra heilbrigðisráðherra segja þetta

"Og þessar vaxtagreiðslur munu ekki lækka nema við greiðum niður skuldir með hagræðingu, sparnað og útsjónarsemi að leiðarljósi."

 

Stærsti hlutinn af þessum 100 milljörðum sem verið er að greiða í vexti eru vegna hávaxtastefnu Seðlabankans.

Ef við viljum spara þessa milljarða í vexti þá er einfaldlega hægt að lækka vexti í landinu. Ráðherrann virðist ekki vita af hverju og hversvegna verið er að greiða þessa vexti og er það furðulegt.

Seðlabankinn býður 9,5 % innlánsvexti. Viðskiptabankarnir og lífeyrissjóðirnir setja einfaldlega peningana inn í Seðlabankann. Seðlabankinn getur ekkert gert við þessa peninga annað en greiða af þeim háa vexti.

Einnig liggja sennilega um sex til sjö hundruð milljarðar inni í Seðlabankanum sem útlendingar eiga það er að segja gömlu krónubréfin.

Ef Álfheiði blöskrar vaxtagreiðslur ríkissins þá á hún einfaldlega að setja ný lög um Seðlabankann og neiða hann til þess að lækka vextina. Ef stýrivextir færu hér niður í 2 % mundi ríkið spara tugi milljarða.

Hvort er skynsamlegra að skera niður í stofnunum og hækka skatta eða einfaldlega lækka vexti. Við mundum spara tugi milljarða sem núna eru að fara til útlendinga allt vegna fáránlegrar vaxtastefnu Seðlabankans.

Ég vona að við förum að fá skynsamari ráðherra hér sem vita hvernig hlutirnir hanga saman. Þegar maður heyrir ummæli eins og Áldheiður er að tala um þá skylur maður afhverju hér er allt í kalda koli. Það vantar alla skynsemi í stjórnsýsluna


mbl.is Segir vaxtagjöldin blóðpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband