Hvernig getum við greitt öll gjaldeyrislánin ?

Hvernig er þetta hægt ?
mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel vera að þjóðarbúið gæti greitt af 500 miljarða krónu skuld vegna IceSave eftir 7 ár og það yrði eflaust erfitt en vandamálið er að IceSave skuldin er langt frá því að vera það eina sem við skuldum.

Ef við leggjum allar gjaldeyrisskuldirnar saman er ljóst að þetta gengur ekki. Þegar ég er að tala um gjaldeyrisskuldir er ég líka að vísa til krónueignanna inni í íslensku fjármálakerfi sem fara út þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt.

Ég gæti trúað að ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt þú myndi nær allur varagjaldeyrisforðin sem verið er að taka að láni um 700 miljarðar hverfa eins og dögg fyrir sólu.

þá eigum við eftir að greiða skuldir í gjaldeyri sem nema yfir 1000 miljarða og það er bara vegna krónuinnistæðu og IceSave. Það eru fult af öðrum gjaldeyrisskuldum sem liggja í kerfinu fyrir utan þessa tvo þætti. Orkufyrirtækin eru að fá á sig junk lánshæfismat og geta með engu móti endurfjármagnað sig. Þau þurfa hundruð miljarða í endurfjármögnun á næstu árum.

Sveitafélögin skulda einnig gjaldeyrislán. Á fyrsta ársfjórðungi var viðskiptajöfnuðurinn neikvæður um 50 miljarða þrátt fyrir talsverðan jákvæðan vöruskiptajöfnuð. Vaxtagjöldin eru það há í erlendum gjaldeyri að sennilega verður neikvæður vöruskiptahalli á þessu ári milli 100 0g 200 miljarðar.

Það væri gaman að fá skýringar frá Gylfa viðskiptaráðherra hvernig hann ætlar að láta þetta ganga upp. Mér sýnist planið vera að þvínga okkur inn í ESB þegar við lýsum yfir greyðsluþroti erlendra skulda.

Getur einhver hér á málefnunum fengið þessa reikininga til þess að ganga upp ? Ef svo er hefði ég gaman að sjá hvernig það er útfært

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það lítur allt út fyrir að stjórnvöld séu ekki að gera sér almennilega grein fyrir því að þetta eru skuldbindingar í erlendri mynt. Þetta er ekki bara stærsta kúlulán Íslandssögunnar eins og einhver kallaði það, heldur er þetta líka stærsta myntkörfulán Íslandssögunnar, sem er vissulega skelfileg tilhugsun. Þessi "félagshyggjustjórn" ætlar greinilega ekki að læra neitt af mistökum "frjálshyggjustjórnarinnar". Hvernig var aftur slagorðið..... "vanhæf ríkisstjórn" var það ekki? E.t.v. er kominn tími til að dusta rykið af pottum og pönnum aftur.

Ein af ástæðum þess að við sitjum uppi með hrunið efnahagskerfi er að bankarnir höfðu safnað miklu meiri skuldbindingum í erlendum gjaldmiðlum en voru til í gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem gat fyrir vikið ekki þjónað hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara. Þegar þrengdist um aðgang að erlendu lánsfé var þetta einfaldlega búið spil. Í öðrum löndum hafa stjórnvöld gjarnan brugðið á það ráð að bjarga bönkum í slíkum vanda með lausafjárinnspýtingu ("bailout"), en þar sem Seðlabankinn getur aðeins gefið út krónur var sá möguleiki aldrei á borðinu hér.

Þú spyrð hvernig getum við greitt þetta? Eina hugmyndin sem mér dettur í hug er að taka Chavezinn á þetta, þjóðnýta álverin og nota tekjur þeirra sem eru mestallar í erlendri mynt á meðan kostnaðurinn er aðallega í íslenskum krónum. En þá værum við ekki bara komin upp á kant við Evrópu heldur líka Ameríku, og það næsta sem við vissum væri að lögð yrði tillaga fyrir öryggisráð SÞ um alvöru viðskiptaþvinganir en ekki bara einhverjar innihaldslitlar hótanir eins og í IceSave málinu. Þá fyrst væri hægt að tala um "Kúbu norðursins".

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband