Eitthvað bogið við þessa útreikninga

Landsframleiðsla Íslands er um 2000 miljarðar kr. 0,127% af þeirri upphæð er um 2,54 milljrðar. Ef Ísland þarf að greiða 0,127% af VLF þá gerir það 2,54 miljarða. Sá sem reiknar fyrir mbl virðist taka 0,127% af heildarupphæðinni sem grikkjum er lánað og fær þannig út að Ísland þyrfti að greiða yfir 30 milljarða. 

Ef miðað er við hlutfall af landsframleiðslu viðkomandi ríkja þyrfti Ísand að geiða 2,5 miljarða en ekki yfir 30.


mbl.is Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að halda stöðugleika með vaxtastýringu?

Á íslandi er peningastefnan sú að stjórna stöðugleika með vöxtum. Þetta er gerlegt þegar Seðlabankinn hefur gjaldeyrishöft og getur stýrt genginu. Undanfarin ár hefur Seðlabankinn því getað haldið genginu nokkuð stöðugu og þar af leiðandi haldið verðbólgunni niðri. Það er spurning hvers vegna Seðlabankinn hafi haldið vaxtastiginu svona háu undanfarin ár  meðan höftin hafa verið. Margir aðrir en ég eru ekki að átta sig á þörfinni á háum vöxtum þegar  fjármagnshöft eru á. Ég held að það verði mjög erfitt að halda hér stöðugleika með háum vöxtum ef höftin verða afnumin. Ef ekki verður breytt um peningastefnu þá myndast  samskonar ójafnvægi og var fyrir hrun. Seðlabankinn ætlar að slá á þenslu með vaxtahækkun. Vaxtamunur milli íslands og annara evrópulanda verður hvati fyrir erlenda aðila að fjárfesta í krónum og við byrjum að hlaða í næstu snjóhengju sem endar með hruni.

Það er hægt að skipta um peningastefnu sem yrði mun skilvirkari. Það væri hægt að hætta að stjórna stöðugleika með vöxtum en taka í staðin upp stöðugleikamarkmið með beinum sköttum. Í stað þess að hafa vaxtastefnunefnd þá verður ákveðið að halda vöxtum hér svipuðum og í nágrannalöndunum og sett upp skattastefnunefnd. Sú nefnd mundi síðan ákvarða með nokkura mánaða millibili hvort það þurfi að hækka eða lækka tekjuskattinn. Þessi aðferð væri ekki þensluhvetjandi samanber vaxtahækkun sem fyrirtækin mundu setja beint út í vöru og þjónustuverð. Einnig mundu ekki skapast skilyrði fyrir spákaupmennsku erlendra aðila vegna hárra vaxta. 

Tekjuskattsbreyting mundi hafa mun hraðvirkari áhrif heldur en vaxtahækkanir. Einnig mundi ríkið fá aukinn ávinning ef það þyrfti að slá á þenslu en ekki bankarnir. Mín skoðun er sú að vel er hægt að nota krónu hér áfram en þá þarf að breyta því hvernig peningakerfinu er stjórnað. 


mbl.is Það verða áfram höft við lýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að breyta lífeyriskerfinu öllum til hagsbóta

Breytingar á lífeyriskerfinu öllum til hagsbóta

Þegar lífeyriskerfið var stofnað var ákveðið að fresta skatthluta inngreiðslna og taka skattinn af þegar greitt yrði út úr sjóðunum. Það var sennilega ákveðið að hafa þetta svona til þess að flýta fyrir sjóðsöfnun sjóðanna. Þannig var ákveðið að lífeyrissjóðirnir mundu sjá  um að ávaxta framtíðaskatttekjur ríkissins. Í dag eru eignir sjóðanna orðnar um 3000 milljarðar og eru nánast að vaxa íslensku hagkerfi yfir höfuð. Ekki eru nægjanlegir fjárfestingakostir í íslensku hagkerfi fyrir alla þessa peninga.

Hægt er að spyrja sig hvort ekki mundi nýtast þjóðfélaginu betur að ríkið tæki sinn skatthluta út úr sjóðakerfinu til þess að greiða niður skuldir og spara vexti. Skuld hins opinbera við lífeyriskerfið er nánast jafn há og skattaeign í sjóðunum. Þannig væri  hægt að slá striki yfir opinberar skuldir og minnka þannig eignir sjóðanna sem nemur skatthlutfallinu.

Í kjölfarið væri skynsamlegt að breyta skattkerfinu þannig að skattur yrði staðgreiddur við innlögn í sjóðina í staðin fyrir útgreiðslu. Hlutverk lífeyrissjóðanna yrði þá að ávaxta lífeyri félagsmanna en ekki framtíðarskatt ríkissins. Fjárfestingaþörf sjóðanna mundi minnka verulega og meira jafnvægi kæmist á efnahagslífið.

Ríkið verður ekki af framtíðaskatttekjum þar sem starfandi kynslóð greiðir sífellt skattinn strax inn í ríkiskassann.Við að breyta kerfinu munu skatttekjur hins opinbera hækka verulega og munu nýtast öllum lifandi þegnum landsins. Á meðan það fæðast nýjar kynslóðir til þess að greiða skatta hefur þessi breyting ekki áhrif. Það yrði í raun síðasta kynslóð íslendinga sem ætlar að búa á landinu sem tæki höggið, en að sama skapi er hægt að segja að starfandi fólk í landinu þarf alltaf að sjá um að allt gangi fyrir þá sem ekki eru starfandi. Því er  ekki hægt að eiga peninga í sjóði  sem mundu nýtast ef það  væru engir til að vinna verkin.

 

Fyrir neðan eru tvær myndir sem teknar eru úr skýrslu Hagtölur lífeyrissjóða Mars 2014 gert af Landssamtökum lífeyrissjóða.

 Mynd 1

 

 

 

 

 

 

Mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

Á myndunum sjást heildarútgreiðslur úr lífeyrissjóðunum og fjöldi lífeyrisþega. Ekki eru til gögn fyrir 2014 en ef við bætum aðeins við 2013 og reiknum með að útgreiðslur 2014 séu 95 milljarðar og fjöldi lífeyrisþega 32 þúsund þá er hægt að bera saman áhrifin vegna breytinga kerfisins.

Samkvæmt hagstofunni voru 136 þúsund starfandi í fullti vinnu 2014 og meðal heildarlaun voru 555 þúsund á mánuði.

Í hlutastarfi voru 41 þúsund með regluleg heildarlaun að meðaltali 338 þúsund á mánuði.

Í útreikningunum er miðað við að tekið sé 10% af heildarlaunum og greitt inn í lífeyrissjóði og notast er við skatthlutfall 37%

Þannig greiða þeir sem eru í fullri vinnu 55500 inn í sjóðina og þeir í hlutastarfi 33800.

Skatthlutfallið af 55500 er 20535 og hlutfallið af 33800 er 12506

Nú er hægt að sjá hver upphæðin er sem ríkið er að setja inn í lífeyrissjóðina til ávöxtunar.

136000 í fullu starfi * 20535 * 12 mánuðir gera 33,5 milljarðar

41000 í hlutastarfi * 12506 * 12 mánuðir gera 6,1 milljarður.

Samtals fer skattur til lífeyrissjóðanna til ávöxtunar að upphæð 39,6 milljarðar árið 2014 miðað við þessar forsendur.

Þá getum við athugað hvað ríkið fær háar greiðslur frá lífeyrissjóðunum.

Heildar útgreiðsla úr sjóðunum var 95 milljarðar og fjöldi lífeyrisþega 32 þúsund.

Meðal útgreiðslur út úr lífeyrissjóðunum eru því  247 þúsund á mánuði fyrir hvern einstakling. Skattur af þeirri upphæð er 41230 reiknað með reiknivél RSK

Skatttekjur hins opinbera frá lífeyrisþegum er því 41230 * 32 þúsund lífeyrisþegar * 12 mánuðir eða  15,8 milljarðar.

Ef ríkið tæki skattin beint af við inngreiðslu mundu skatttekjur ríkissins aukast um 23,8 milljarða á ári miðað við forsendurnar að ofan. Þessir 28 milljarðar mundu strax nýtast öllum landsmönnum bæði vinnandi og lífeyrisþegum í bættum innviðum td. heilbrigðiskerfi  og skólakerfi.

Það væri áhugavert að fá umræðu um núverandi fyrirkomulag lífeyriskerfissins. Það lítur út fyrir að hægt væri að bæta lífsgæðin á landinu mikið með því að breyta kerfinu. Það græða allir  enginn tapar. Ef þessir útreikningar eru réttir þarf að svara spurningunni hverjir eru að hagnast á núverandi lífeyriskerfi og er það að nýtast öllum landsmönnum eins vel og hægt er?


Ríkið fær vaxtatekjur á móti vaxtagjöldum

Áætlað er að ríkið greiði 78 milljarða í vexti 2014. Það sem kemur hinsvegar nánast aldrei fram er að ríkið fær 18 milljarða í vaxtatekjur.

Nettovaxtagjöld eru því áætluð 60 milljarðar. Ríkið er tildæmis að fá vexti af gjaldeyrisvarasjóðnum sem ekki hefur verið notaður og óvíst hvort hann verði einhverntíman notaður.

Hluti af skuldum ríkissins er lán sem var tekið vegna stofnun Landsbankans. Landsbankinn greiddi ríkissjóð arð uppá tæpa 10 milljarða 2013 og 20 milljarða 2014. Ef þessum arðgreiðslum er bætt við sem fjármagnstekjum á móti fjármagnsgjöldum er ríkið að greiða langt undir 50 milljarða í fjármagnskostnað.

Allt útlit er á því að ríkið geti fengið milli 15 og 20 milljarða í arðgreiðslur frá LB á næsta ár. Það sem ég er að benda á er að hluti af skuldum ríkissins eru að skaffa ríkinu tekjur en það er aldrei talað um það.


mbl.is Ekkert svigrúm til að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vel þekkt að skattleggja skuldir

„Það fyr­ir­komu­lag frum­varps­ins að gera skuld­ir að and­lagi skatt­heimtu er því, að mati Glitn­is, al­gjört frá­hvarf frá hefðbundn­um meg­in­regl­um og viðmiðum skatta­rétt­ar­ins þegar kem­ur að álagn­ingu skatta.“

Það hefur tíðkast hér í áraraðir að fólk greiði fasteignaskatt af 100% veðsettum eignum. Er það ekki skattur á skuldir? Þessi rök Glitnis eru haldlítil.


mbl.is Ágreiningur um stóra tekjulind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan er betri en kemur hér fram

Skuldir ríkissins eru um 76% af VLF eða rúmlega 1400 milljarðar. Nettóskuldahlutfallið er 47%

Það stefnir í að afgangur af rekstri ríkissins verði um 30-40 milljarðar 2014 þannig að mögulegt verður að lækka skuldirnar enn  frekar og skuldahlutfallið lækkan einnig vegna mikils hagvaxtar.

Ef svona heldur áfram til 2020 er það rétt sem Sigmundur segir að skuldir íslenska ríkissins verði með því lægsta sem gerist í evrópu.

 http://www.lanamal.is/GetAsset.ashx?id=5676 

 http://www.fjarmalaraduneyti.is/greidsluafkoma/nr/18216 


mbl.is Skuldirnar svipaðar hjá Frökkum og Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað tekur þetta langan tíma?

Tyrkland sótti formlega um aðild að ESB 1987. Þeir eru enn að semja. Hvað finnst fólki ásættanlegt að dunda lengi við það að þykjast vera að semja?

 http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Turkey_to_the_European_Union


mbl.is Segir flokksfélaga í jójó-leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur hjá Annie Mist

Langaði bara að benda þeim sem hafa áhuga á að úrslitin í einstaklingskeppni kvenna byrja klukkan 18:00 í dag. Hægt er að horfa á keppnina beint á netinu á þessari slóð, Útsendingun byrjar klukkan 17:30

http://games.crossfit.com/live-stream


mbl.is „Allt gengið samkvæmt áætlun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að sjá skýrsluna hér

 

https://ioes.hi.is/publications/cseries/2010/C10_08.pdf


mbl.is Hagfræðistofnun birti ekki skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlögin tryggja allar innistæður

Neyðarlögin tryggja að allir innistæðueigendur fá sínar innistæður greiddar við hrun fjármálastofnanna. Innlán og allar eignir sparisjóðsins voru fluttar yfir í nýjan SP-Kef sparisjóð, en skuldir og kröfur sátu eftir í gamla sparisjóðnum. Innlán SP-Kef voru upp á 55 milljarða króna í lok árs 2008. Hvernig ætlaði Bjarni að forða því að þessi kostnaður lenti á ríkinu ef eignasafn Sparisjóðsins dugði ekki fyrir innistæðunum?
mbl.is Ítrekað byggt á röngu mati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband