Afhverju eru vextir ekki lækkaðir og verðtryggingu breytt?

Heitir þetta ekki að elta skottið á sér. Vextir og verðbætur eru það háar að bankar og lífeyrissjóðir bólgna út á kostnað hækkandi skulda ríkis og fjölskyldna.

Til þess að ríkið geti minkað vaxtagreiðslur hjá  fjölskyldum sem eru að sligast undan vaxta og verðbótaokrinu þá vilja þeir skattleggja þá aðila sem eru að hagnast á þessu.

 Afhverju eru ekki vextirnir lækkaðir og vísitölugrunninum breytt þannig að minna leggst ofan á lánin. Þá þarf ríkisstjórnin ekki að vera með svona skatta trix.


mbl.is Lífeyrissjóðir greiða 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið vit í þessum hugmyndum

Gjaldeyriseign Seðlabankans er í dag 543 milljarðar og gjaldeyrisskuldir um 236 milljarðar. Hrein gjaldeyriseign SÍ er því um 200 milljarðar.
Seðlabankinn er einnig með óádregnar lánalínur fyrir um 200 milljarða og getur þannig aukið gjaldeyrisforðann í um 750 milljarða ef á þarf að halda.

Erlendir aðilar eiga enn krónueignir, rúmlega 400 milljarða að stærstum hluta á innistæðureikningum lokaðar inni vegna gjaldeyrishafta.

Margir hagfræðingar eru að tala um það núna að nú sé best að taka gjaldeyrishöftin af td Jón Daníelsson og Þórður Friðjónsson.

Á næsta ári þarf að greiða um 250 milljarða gjaldeyrislán ríkissins. Einnig þarf að greiða af um 100 milljarða lánum orkufyrirtækja og sveitafélaga.

Það verða semsagt greiðslur með ríkisábyrgð fyrir um 350 milljarða á næsta ári. Að vísu getur Landsvirkjun sennilega greitt af sínum lánum án þess að fá gjaldeyri hjá Seðlabankanum.

Einnig eru gjaldeyrisgreiðslur 2012 um 250 milljarða.

Ef við gerum ráð fyrir því að allar erlendu krónurnar mundu leita út þegar gjaldeyrishöftunum yrði aflétt þá mundi þurfa að nota allan gjaldeyrissjóð SÍ á
næsta ári og þá er ekki reiknað með því hvað margir íslendingar mundu vilja færa krónurnar sínar í gjaldeyri.

Að vísu eru allar líkur á því að krónan mundi falla talsvert í verði við afnám haftanna þannig að ekki er víst að allir mundu sætta sig við að skipta úr krónum í erlenda mynt og einnig við fall krónunar þarf minni gjaldeyri til þess að greiða út krónurnar.

Ég mæli ekki með því að gjaldeyrishöftin verði tekin af og sé ekki að það væri skynsamlegt. það er hægt að létta eitthvað á þeim en ég mundi vilja að öll stærri gjaldeyrisviðskipti mundu fara fram með leyfi og samþykki Seðlabankans. Það er jú alltaf Seðlabankinn sem þarf að halda ballans á gjaldeyrisforða íslendinga.

Viðskiptajöfnuðurinn hefur verið jákvæður fyrstu níu mánuði ársins um hátt í 100 milljarða. Við erum því smá saman að safna gjaldeyri til þess að ná jafnvægi í gjaldeyrisstöðuna en það tekur talsverðan tíma þegar svona mikið er eftir af krónueignum útlendinga.

Ef ég ætti að gefa Seðlabankanum ráð þá mundi ég mæla með því að hann héldi uppboð á gjaldeyri. Þannig gæti Seðlabankinn ákveðið á nokkra mánaða fresti eða þéttar að bjóða út til dæmis 20 milljónir evra eða hærri upphæð til hæstbjóðanda og leyfa þeim að fara út með þann gjaldeyri.

Ef einhverjir útlendingar eru orðnir leiðir á því að vera lokaðir hér inni þá gæti Seðlabankinn jafnvél selt gjaldeyri á mikið hærra krónuverði í svona útboðum heldur en er skráð í dag.

þannig mundi smá saman létta á krónueignum útlendinga og þar með á pressunni sem er á krónunni.
mbl.is Segja höftin draga úr hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptajöfnuður 52 milljarðar í plús 2009

Viðskiptajöfnuðurinn samkvæmt nýjustu tölum var 52 milljarðar í plús 2009 og hefur verið jákvæður um tæplega 20 milljarða fyrstu sex mánuði 2010.

 Því er augljóst að krónan á einhverja styrkingu inni. Seðlabankinn heldur krónunni lágri til þess að safna upp gjaldeyrisvaraforða þannig að ekki eru miklar líkur að hún styrkist mikið næstu misseri. En krónan á vissulega mikla styrkingu inni þegar jafnvægi er komið á erlenda skuldastöðu


mbl.is Erfitt að spá um gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur snúningur á viðskiptajöfnuði

Viðskiptajöfnuðurinn árin fyrir hrun var neikvæður um hundruði milljarða. Nú hefur þetta snúist við og viðskiptajöfnuðurinn er jákvæður mun meira jákvæður heldur en maður hefði búist við.

Það getur tekið allt að tveim árum að gera upp hvert ár þar sem tölur eru lengi að mjatlast inn.

Samkvæmt nýjustu tölum þa var viðskiptajöfnuðurinn jákvæður 2009 um 52 milljarða. Fyrstu sex mánuði þessa árs er viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um tæplega 20 milljarða.

Þetta eru ótrúlegar tölur og vekur furðu hvað fjölmiðlar fjalla lítið um þetta. Þegar fjölmiðlar segja frá erlendri stöðu þjóðarbúsins hafa þeir oft með reiknaða stöðu gömlu bankanna. Sú staða gefur ekki rétta mynd og kemur okkur lítið við í dag og mun réttara er að taka gömlu bankanna út.

Viðskiptajöfnuðurinn er búin að vera jákvæður fyrstu sex mánuði 2010 um tæplega 20 milljarða þrátt fyrir eldgosið sem eyðilagði fyrir okkur ferðamannaiðnaðinn fyrstu mánuði ársins.

Undirstöðuatvinnugreinarnar löskuðust ekki neitt við hrunið heldur hafa frekar styrkst.

Þær greinar sem eru að skaffa okkur þennan jákvæða viðskiptajöfnuð eru í grófum dráttum þessar:

Matvælaframleiðsla (sjávarútvegur) 28%
Stóriðja 25%
Ferðamennska 25%
Hugverkaiðnaður 22%

Hér er hlekkur á skjal frá SÍ fyrir áhugasama að skoða. Kíkið á línu 69 til að sjá viðskiptajöfnuðinn án áhrifa gömlu bankanna.

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1739

Hrein skuldastaða þjóðabúsins er 561 milljarður hægt að skoða það í línu 70 í þessu skjali

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1735


mbl.is Enn afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrishöftin eiga að vera á áfram

Til hvers vilja menn afnema gjaldeyrishöftin ? Til þess að vogunarsjóðir og spákaupmenn fari að keppa við Seðlabankann um rétt viðmiðunargengi krónunar ?

Þegar spákaupmenn geta fellt pundið og jafnvél evruna þá er ljóst að krónan er í erfiðri stöðu ef hún er höfð algerlega fljótandi.

Í dag er það Seðlabankinn sem stjórnar genginu á krónunni og þegar krónan er eins veik og hún er í dag þá erum við að dæla gjaldeyri inn í landið. Vöruskiptajöfnuðurinn er búinn að vera jákvæður um 31 milljarð fyrstu þrjá mánuði ársins.

 Það á að halda genginu á krónunni lágu meðan verið er að byggja upp gjaldeyrissjóð og greiða niður erlendar skuldir. Siðan á að stýra genginu þannig að viðskiptajöfnuðurinn verði sem næst núlli. Þannig er krónan rétt skráð. Að ætla sér að setja krónuna aftur algerlega á flot er kolröng stefna að mínu viti.


mbl.is Icesave tefur afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af slysinu

Þessi virkjun er yfir 4000 MW en til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 650 MW

Hér er hægt að skoða myndir af þessari mögnuðu virkjun og myndir af slysinu ef klikkað er á MYNDIR

 

 

 

 


mbl.is Pútín endurræsir vatnsorkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar eru þessar alþjóðlegu skuldbindingar ?

Veit einhver hverjar þessar alþjóðlegu skuldbindingar eru sem sífellt er verið að tala um að við ætlum að standa við ?

Skuldbindingar ?


mbl.is Jóhanna skilur reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækka skattar tekjur ríkissins ?

Það er nauðsynlegt að auka tekjur ríkissins. Það er ekki vissa fyrir því að tekjur ríkissins hækki við hærri skatta. Þegar virðisaukaskattur fer yfir ákveðið hámark eykst svört vinna sem leiðir til minni tekna ríkissjóðs.

Einnig hefur hækkun á vöruverði bein áhrif á verðbólguna sem hækkar öll vísitölutryggð lán og eykur þannig skuldir þjóðarinnar.

Þegar vöruverð hækkar leita menn nýrra leiða til þess að gera hagstæðari kaup. Margir eru í dag farnir að panta vörur beint af netinu. Ég veit dæmi um að fyrirtæki eru að kaupa inn vörur beint í gegnum netið á hálfum kostnaði miðað við að sama vara hefði verið keypt í gegnum verslun.

Það leiðir af sér að verslanir fá minni viðskipti og reksturinn getur orðið erfiður. Einnig leiðir þetta til þess að ríkið fær helmingi minni virðisaukaskatt   þegar vörur eru fluttar beint inn á lægra verði.

Því vil ég setja fyrirvara um hvort tekjur ríkissins eiga eftir að aukast í sama hlutfalli og skattar eru hækkaðir.  Mig grunar að fjármálaráðherra verið hissa þegar árið 2010 verður gert upp.


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave er stærsta endurreisnarmálið

Steingrímur á að viðurkenna að illa hafi verið staðið að samningum vegna IceSave og ganga í liðið með fólkinu sem vill ekki láta níðast á sér. Steingrímur var í þessu liði áður en hann varð ráðherra en gerðist liðhlaupi eftir að hann settist í stólinn.

IceSave skuldin stendur í 752 milljörðum í dag og er lang stærsta málið sem við getum haft áhrif á í endurreisn Íslands eftir hrun. Ef til dæmis vextirnir mundu lækka um 2 prósent þá mundi það spara okkur tugi milljarða. Okkur ber engin lagaleg skylda til þess að greiða þessa skuld þar sem engin ríkisábyrgð var á innistæðutryggingasjóðnum.

Steingrímur væri maður að meiri ef hann mundi aftur ganga í liðið með fólkinu í landinu sem vonandi segir nei takk í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sendir skilaboð Steingríms fyrir ráðherrastól.

Éttann sjálfur !!! 

Hér má sjá hvað herforinginn sagði áður en hann varð ráðherra.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/

 


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlaga illa upplýstur Ráðherra

Mikið er furðulegt að heyra heilbrigðisráðherra segja þetta

"Og þessar vaxtagreiðslur munu ekki lækka nema við greiðum niður skuldir með hagræðingu, sparnað og útsjónarsemi að leiðarljósi."

 

Stærsti hlutinn af þessum 100 milljörðum sem verið er að greiða í vexti eru vegna hávaxtastefnu Seðlabankans.

Ef við viljum spara þessa milljarða í vexti þá er einfaldlega hægt að lækka vexti í landinu. Ráðherrann virðist ekki vita af hverju og hversvegna verið er að greiða þessa vexti og er það furðulegt.

Seðlabankinn býður 9,5 % innlánsvexti. Viðskiptabankarnir og lífeyrissjóðirnir setja einfaldlega peningana inn í Seðlabankann. Seðlabankinn getur ekkert gert við þessa peninga annað en greiða af þeim háa vexti.

Einnig liggja sennilega um sex til sjö hundruð milljarðar inni í Seðlabankanum sem útlendingar eiga það er að segja gömlu krónubréfin.

Ef Álfheiði blöskrar vaxtagreiðslur ríkissins þá á hún einfaldlega að setja ný lög um Seðlabankann og neiða hann til þess að lækka vextina. Ef stýrivextir færu hér niður í 2 % mundi ríkið spara tugi milljarða.

Hvort er skynsamlegra að skera niður í stofnunum og hækka skatta eða einfaldlega lækka vexti. Við mundum spara tugi milljarða sem núna eru að fara til útlendinga allt vegna fáránlegrar vaxtastefnu Seðlabankans.

Ég vona að við förum að fá skynsamari ráðherra hér sem vita hvernig hlutirnir hanga saman. Þegar maður heyrir ummæli eins og Áldheiður er að tala um þá skylur maður afhverju hér er allt í kalda koli. Það vantar alla skynsemi í stjórnsýsluna


mbl.is Segir vaxtagjöldin blóðpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband