Það þarf að handstýra verðtryggingunni

Það er nauðsynlegt nú að handstýra verðbótaþættinum sem leggst ofan á verðtryggðu lánin. Það er ófært að skuldarar beri alla byrgðina. Fjármagnseigendur verða að koma til móts við skuldara og nauðsynlegt að er stilla handvirkt verðbólguna niður í 3-5 % næstu mánuði.

Þessi aðgerð þolir enga bið.


mbl.is Lífeyrissjóðir frysti lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga sem sagt sparifáreigendur sem hafa kosið að spara í staðinn fyrir að standa að botnlausum lántökum og eyðslu að greiða brúsann með því að sjá sparifé sitt furðra upp í verðbólgubálinu þannig að lán skuldara geti minnkað vegna verðbólgu?  Er það sanngjarnt? Virkilega?

Finnur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Sparifjáreigendur verða líka að taka hluta á sig. Afhverju eiga þeir að vera undanskyldir ?

Þórhallur Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 11:46

3 identicon

Sparifjáreigendur geta lagt sparifé sitt inn á verðtryggða reikninga, þeir sem skulda í verðtryggðum lánum borga alltaf brúsan.  Er það sanngjarnt

Jón (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:46

4 identicon

Botnlaus lántaka? Er það að nurla saman nokkrum milljónum á x mörgum árum til að eiga fyrir útborgun í íbúð sem síðan er tekin með 80% íbúðarlánasjóðsláni?

Karma (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:45

5 identicon

Ef að sparifjáreigendur eiga að fara greiða fyrir neyslu annara aðila (lántakenda) þá held ég að það styttist fljótt í að fólk hætti alfarið að spara og þá verður lítið fé til skiptanna til að stunda útlán.

Ef að umræðan snýst um að *allir* eiga að taka þátt í að leysa vanda þjóðarinnar á krepputímum þá eru til aðrar leiðir til að fjarlægja peninga af fólki (til að minnka verðbólgu). Ríkisstjórnin gæti hækkað skatta, þá hefði fólk minna á milli handanna og verðbólgan og þar með verðtryggingin myndi lækka.

Ef að verðtryggingin myndi vera lækkuð með handafli þá er það ekkert annað en risavaxin skattlagning á sparifjáreigendur sem færi beint í vasa skuldara. Sumir sem skulda háar fjárhæðir eru venjulegt fjölskyldufólk með hefur nurlað fyrir innborgun á íbúð og lánað fyrir rest. Aðrir skuldarar hafa tekin lán, með veð í húsi, til að kaupa snjósleða, glæsilega bíla og annan lúxussvarning. Er það virkilega sanngjarnt að láta sparifjáreigendur líða fyrir það? Er ekki nær að styðja við fjölskyldur og annað fólk sem er að basla við að halda þaki yfir höfði á óvissutímum í gegnum skattkerfið?

Finnur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband