Samræma þarf aðgerðir til lausnar krísunnar.

Þegar náttúruhamfarir verða á Íslandi er til áætlun um hvernig eigi að bregðast við. Þá er sett upp stjórnstöð til þess að samræma aðgerðir og hæfustu  sérfræðingar fengnir til að koma að málum. Efnahagshruninu hér má að sumu leyti líkja við náttúruhamfarir slíkur er vandinn.

Margir eru að spyrja sig sömu spurninganna en fá engin svör. Spurninga eins og hvar eru peningarnir sem voru inni á IceSave reikningunum og hvað er mikið til uppí  kröfur. Stjórnvöld upplýsa almenning lítið um gang mála og til hvaða úrræða eigi að taka.

Talað er um að allar tillögur séu vel þegnar en hverjir eru að vinna úr öllum þeim tillögum sem fólk er að koma með á blog síðum og öðrum miðlum ?

Þarf ekki að setja upp stjórnstöð svipaða og sett er upp þegar náttúruhamfarir verða og allir hæfustu sérfræðingar landsins kallaðir til. Þangað ætti almenningur að geta lagt inn tillögur og sérfræðingarnir farið yfir og metið kosti og galla.

Er ekki komin tími til að samræma aðgerðir í slíkri stjórnstöð og leifa almenningi að fylgjast mikið betur með því sem er að gerast. Það gengur ekki lengur að stjórnvöld séu að pukrast í myrkrinu án þess að upplýsa okkur um stöðu mála.

Ef óveður orsakar það að rafmagnslína fer í sundur er strax kallað í sérfræðinga til þess að koma rafmagninu á aftur sama hvað veðrið er vont og skilyrðin erfið. Menn loka sig bara ekki af og spá í væntanlega viðgerð í rólegheitunum og hvernig hún eigi að vera framkvæmt og hvenær hún á að vinnast. Það er strax kallað á allan þann mannskap sem þarf til að koma rafmagninu á aftur. Svona vinnubragða þurfa stjórnvöld að grípa til núna.

Nú þurfa sérfræðingar landsins að fara í stjórnstöðina og koma með tillögur til þess að bjarga okkur út úr þessari krísu. Stjórnvöld virðast ekki ráða við þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband