Hækkið fjármagnstekjuskattinn og lokið fjárlagagatinu

Það liggja 1650 milljarðar inni á innistæðureikningum á Íslandi. Ef við gerum ráð fyrir því að meðalvextir sem innistæðurnar bera séu 7 % þá eru vaxtatekjurnar af þessu fé 115 milljarðar á ári. Í dag er fjármagnstekjuskatturinn 10 % þannig að ríkið fær 11,5 milljarða í skatt.

 Ef fjármagnstekjuskatturinn væri hækkaður í sömu prósentu og tekjuskattur þá mundi ríkið fá 42,5 milljarða í tekjur. Ríkið mundi auka tekjurnar um rúmlega 30 milljarða á ári miðað við þessar forsemdur.

Einnig hefur það engin áhrif á vísitöluna að hækka fjármagnstekjuskattinn.

 

 


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fasteignaverd kemur til med ad snarlaekka í verdi núna.  Fjármagnstekjur aettu ad vera 30% minnst.

Lamadýr (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: marino

Það yrði til þess að sparifjáreigendur myndu taka peninga sína út úr bönkunum. Kaupa gjaldeyri eða hlutabréf og hvað sem er, og við það myndu bankarnir fara endanlega á hausinn.

marino, 2.6.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Maríno það eru gjaldeyrishöft og ekki hægt að kaupa gjaldeyri. Hvert ætti fólkið að fara með paninganna ? Kaupa hlutabréf í hverju ?

Ríkið getur náð sér í peninga á tvennan hátt. Með því að lækka vexti verulega mikið eða með því að skattleggja vextina verulega.

Ég mæli frekar með vaxtalækkuninni en ef það er ekki gert þá á að hækka fjármagnstekjuskattinn.

Þórhallur Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 22:36

4 identicon

Það vantar nú eitt inn í þessar hugmyndir, 7% vextir í 12% verðbólgu er tap upp á 5% á ári, á að fara að skattleggja tap einstaklinga???

Hörður Bragason (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Hörður það eru allir að tapa peningum í dag. Fasteignaverð er að lækka og lánin að hækka. Fjármagnseigendur verða að taka á sig hluta af hruninu. Það gengur ekki að varpa þessu öllu yfir á almenning sem er að strögla.

Þórhallur Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband