Hvergi hægt að fá hærri ávöxtun á peninga

Afhverju ætti fólk að selja krónur núna þegar hægt er að vera með þær á 25 % vöxtum ?

Við erum að borga tugi milljarða í vaxtagjöld og útlendingarnir selja aldrei krónur þegar þeir geta fengið slíka vexti.  Eflaust á krónan eftir að styrkjast einhverntíman en hvenær það verður er  óljós.

Þegar það gerist þá fá útlendingarnir meira fyrir krónurnar sínar og þangað til fá þeir 25 % ávöxtun á sína peninga. Hvar bjóðast slík kjör í heiminum ? 

Vaxtastefnan hér er fáránleg og er að drepa bæði fjölskyldur og fyrirtæki. LÆKKIÐ VEXTINA STRAX


mbl.is Ráðleggur fólki að selja ekki krónur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Sæll - þegar mynnt er rúin öllu traustu eins og krónan, þá þarf 25% alls ekki að vera góð ávöxtun.  Þar kemur til virðisrýrnun krónunnar.  Nú er staðan þannig að bæði útlendingar og íslendingar vilja koma eignum sínum úr krónunni þar sem menn treysta því ekki að það sé einhver botn á því hversu verðlaus krónan getur orðið.  Á síðasta ári töpuðu útlendingar sem ávöxtuðu fé sitt hér um 65% af þeirri fjárhæð sem ávöxtuð var á íslandi.  Menn eru hræddir um að vont geti enn versnað.
Alveg sammála þér með vextina - háir vextir munu ekki duga til að halda í áhættufælið fjármagn - og í dag er allt fjármagn áhættufælið.  Það er því engin ástæða til að halda vöxtunum þetta háum.

Einar Solheim, 13.1.2009 kl. 09:07

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Þú áttar þig á því þú ert að segja tvo hluti sem skangast á? 25% í innlánsvexti halda ekki ef vextir verða lækkaðir snarlega. Að auki er verðbólgan svo há að þessir vextir eru afar litlir að raunvirði.

Hver þessi Beat Siegenthaler er veit ég ekki. Samt áhugavert að hann á að vera einhver spámaður uppúr þurru, sem allt veit. Það ætti fyrst að skoða árangur hans í fortíð, starfsferil og menntun áður en menn hengja snefil af trausti við orð hans.

Ef staðreyndir málsins eru skoðaðar sérðu að íslenskar krónur eru nánast verðlausar, það eina sem heldur í þeim virðinu er lygagengi Seðlabankans.

En það gæti auðvitað lifnað yfir krónunni eins og kauði segir... maður á aldrei að segja aldrei. En ekki treysta einhverjum bara af þvi hann kemst í fréttirnar.

Jón Finnbogason, 13.1.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver býður 25% vexti? Ég þangað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 10:59

4 identicon

Eitt sem vill gleymast í krónu umræðunni er þáttur spákaupmanna.  Hagfræðingar sem eru að tjá sig mikið þessa dagana benda flestir á stærð útstandandi krónabréfa og að við innlausn á þeim muni krónan veikjast og svo koma til baka. Get ekki alveg samþykkt þetta þar sem velta á gjaldeyrismörkuðum er að mestu leiti í höndum þeirra sem kallast spákaupmenn. Þeir telja vafalaust um 80% af allri veltu á markaðinum. Ef krónan er sett á flot verður vafalaust e-ð um það að þeir sem eiga krónubréf selji þau og forði sér á meðan aðrir vonast eftir að krónan styrkist áður en þeir selja.  Hvað spákaupmenn varðar sem ekki stunda krónabréfaviðskipti þá er það alveg ljóst að ef krónan fer á flot þá muni þeir skortselja krónuna eins og það sé engin morgundagur( ef þú setur krónuna á fullt flot er ekki hægt að banna skortsölu). Asía lenti í þessu fyrir rúmum áratug og lækkað gengi mynta eins og sú indverska um allt að tífalt. Það væri eins og að krónan færi í 1000 og nota bene vandamálin í Asíu voru ekki nánda nærri eins alvarleg og hér. Semsagt að reyna að setja krónuna á flot væri algert glapræði þar sem enginn hefur trú þessari veiku litlu mynt. Það er því miður algerlega nauðsynlegt að taka hér upp nýjan gjaldmiðil sem allra fyrst. 

ónefndur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:03

5 identicon

Annað sem gleymist líka er verðbólgan. Ef vextir eru 25% en verðbólgan er 30%, þá eru raunvextir neikvæðir, þ.e. maður borgar með krónunni. Það er því ekki nógu að hafa háa vexti, það verður líka að hafa hemil á verðbólgunni og það er meira en að nefna það eins og er.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:05

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver býður 25% vexti Þórhallur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 13:12

7 identicon

Heimir, verðtryggðir reikningar eru með 7-7,5% vexti og við það bætast rúm 18% verðtrygging.  Það eru 25-25,5% vextir.  Hægt er að komast bakdyramegin inn í verðtryggingu í gegnum sjóði sem fjárfesta í verðtryggðum ríkisskuldabréfum ef þú vilt ekki festa fé í 3 ár.  Svo er nú það og það er nú svo.

Þórður Magg (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:38

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vísaðu mér leið Þórður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2009 kl. 18:29

9 identicon

Heimir

Það sem ég er að tala um er að verðtryggðir reikningar í bönkum hér bera sumir 7 % raunvexti. Ef þú leggur verðbæturnar ofan á þá erum við að tala um 25-27 % "ávöxtun"

Ég kalla þetta ávöxtun í því umhverfi sem við erum í núna vegna þess að lítið er um launahækkanir og talsvert um að fólk sé að lækka í launum. Því má segja að fjármagnseigendur séu að fá fáránlega góða ávöxtun á sitt fé þegar fasteignaverð og laun eru á hraðri niðurleið.

Einnig eiga útlendingar um 500 milljarða kr. sem liggja í verðtryggðum  bréfum eða á bankareikningum. Þeir geta flutt vextina út en ekki höfuðstólinn vegna gjaldeyrislaganna.

Þar sem útlendingarnir koma sennilega ekki til að eyða neinu í neyslu hér þá má segja að vextir + verðbætur sé hrein ávöxtun fyrir þá. Að vísu kemur gengistap eða hagnaður inn í ávöxtun útlendinganna.

Því væri betra fyrir okkur að losna við krónubréfin þegar krónan er sem veikust.

thokri@rarik.is (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:31

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef bara alltof lítið vit á peningum. Þess vegna er ég á vonarvöl. Mér hefur þó tekist að aura saman fyrir útborgun í pínuíbúð að ég held, en á meðan þær eru of dýrar vil ég geta ávaxtað krónurnar mínar. Landsbankinn býður 18% vexti og annað þekki ég ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.1.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband