Vantar meiri upplýsingar

Þessi frétt segir ekki neitt. Það vantar upplýsignar um hvað mikið er til í þrotabúinu sem gengur upp í skuldina og hvað mikið fellur beint á ríkið ?

Á hvaða kjörum er lánið og til hvað margra ára  ef eignir duga ekki fyrir þessum skuldum?

Allar þessar upplýsingar þurfa að vera gerðar opinberar áður en hægt er að mynda sér skoðun á málinu. Vonandi er til nóg í þrotabúinu til þess að greiða þetta rugl.


mbl.is Samkomulag náðist við Holland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að hugsa svipað og þú.
Seinustu daga hefur Geir sagt að Tryggingarsjóður bankanna eigi að standa undir þessum greiðslum og að ríkið bæri ekki beint ábyrgð á þessum peningum.  Hann sagði bara að ríkið myndi hjálpa sjóðnum að fá lán.  Ég man ekki til þess að öðru hafi verið lofað.

Ef gert er ráð fyrir ríkið þurfi að greiða 20.000 evrur til 100.000 manns og að gengi evran sé 150 krónur þá er þetta um milljón á hvert mannsbarn á íslandi.  Fjölskyldan mín gæti nú allt í einu skuldað 4 milljónir til Hollands og ef tryggja á (200.000) innistæður líka í Bretlandi þá skuldar fjölskyldan mín allt í einu 12 milljónir.  Þetta eru verulegar fjárhæðir sem þarf að skýra strax hver borgar.  Ég hef alla tíð reynt að haga mér skynsamlega í fjármálum og aldrei tekið lán fyrir nokkru (nema húsnæði).  Það væri þá helvíti hart að skulda allt í einu margar milljónir fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera.  Mér er órótt og við þurfum meiri upplýsingar eins og þú bendir á.

Svo vil ég að Íslenska ríkið og bankarnir fari í skaðabótamál við Breska ríkið og láti þá borga brúsann.
Það ætti kannski að fara í mál við ýmsa aðila og rannsaka allt vel þegar rykið sest.  T.d. hvort bankarnir hafi yfir höfuð verið að greiða í þennan Tryggingasjóð sem virðist svo gott sem tómur.

Ra (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Páll Jónsson

Tjah... Þetta er a.m.k. ekki hræðilegur samningur.

Ég er nú bara laganemi, ekki lögfræðingur, en ég sé ekki betur en að Tryggingasjóður innistæðureikninga verði skv. íslenskum lögum (nr. 98/1999) að tryggja innistæður útibúa þessara banka erlendis fyrir andvirði a.m.k. 1,7 m.kr. í evrum á genginu eins og það var 5. janúar 1999. 

Gengið á evru þá var einhversstaðar í kringum 81 kr. og því virðist hámark þess sem við tryggjum skv. samningnum einmitt vera lágmark þess sem sjóðurinn verður beinlínis að tryggja lögum samkvæmt.

Vissulega er ríkið hér að ábyrgjast þetta en ekki sjóðurinn en við getum varla áfellst Hollendinga fyrir að krefjast þess, sjóðurinn dugar örugglega engan veginn til.

Mér sýnist þetta a.m.k. eftir snögga athugun en þið getið tjékkað þetta sjálfir, 3. og 10. gr. laganna.

Páll Jónsson, 11.10.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband