Lækkum stýrivextina og spörum þessa peninga

Ég veit ekki hvað ég er búin að tala oft um þetta en við getum sparað þessa peninga einfaldlega með því að lækka stýrivextina. Það er grátlegt hvað stjórnvöld eru galin að láta þetta viðgangast.

Það þarf að lækka verðbólguna handvirkt með því að breyta vísitölugrunninum lækka síðan stýrivextina í 2 % og láta krónuna bara falla.

Nú er talað um að nýju ríkisbankarnir þoli ekki styrkingu krónunnar þannig að þetta bara blasir við.

Þegar krónan fellur fáum við meira fyrir útflutning og þurfum að greiða útlendingum minna fyrir krónurnar sem þeir vilja fara með út.

Það þarf einhver að vekja upp þursana sem eru að stjórna landinu.

 

 


mbl.is Vaxtagreiðslur af jöklabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Rangt hjá þér, vextir ríkisbréfa eru fastir (ákveðnir við útgáfu) og breytast ekki með stýrivöxtum.

Svo skil ég ekki hvernig það breytir verðbólgunni að "breyta vísitölugrunninum".  Þótt þú fiktir við hitamælinn lækkar hitinn ekki.  Ertu að meina að taka verðtrygginginuna úr sambandi, þ.e. hætta að láta verðbætur fylgja verðbólgu?  Þú veist að það steikir m.a. lífeyrissjóðina og kemur í veg fyrir að nokkur maður kaupi verðtryggð bréf af Íslandi (t.d. Íbúðalánasjóði) í framtíðinni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.1.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Hluti af eignum útlendinga er inn á bankareikningum sem breytast við breytingar á stýrivöxtum. Ég er að tala um að breyta vísitölugrunninum td. þannig að hann taki eingöngu mið af verði fasteigna.

Það er alveg ljóst að fjármagnseigendur geta ekki verið þeir einu sem fá allt tryggt í því ástandi sem núna er hjá okkur. Það er algjörlega nauðsynlegt að gera þessar aðgerðir strax  því hvorki fyrirtæki eða almenningur þola þetta lengur.

Finst þér gáfulegt að við séum að borga útlendingum 8 milljarða í vexti í janúar ? Þetta er klikkun sem þarf að leiðrétta strax.

Þórhallur Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband