10.1.2009 | 11:57
Meðalið er að drepa sjúklingin
Íslenskt atvinnulíf er orðið fársjúkt. Það er talað um að 3500 fyrirtæki séu á leiðinni í gjaldþrot. Meðalið sem ríkisstjórnin gefur atvinnulífinu eru 18 % stýrivextir.
Hvaða vit er í svona skottulækningum ? Hvað telja stjórnvöld að það taki langan tíma að gera út af við sjúklingin með þeim meðulum sem boðið er upp á ?
Þegar litið er á verk stjórnvalda er ekki hægt að sjá nokkra einustu skynsemi í því sem verið er að gera til þess að lækna hagkerfið. Flestar aðgerðir virðast fela í sér að reyna að drepa hagkerfið.
Í raun er það furðulegt að þessir háu vextir fái ekki meiri umfjöllun í fréttunum miðað við hvað þetta er mikið rugl.
Lækkið vextina strax og verðbólguna líka handvirkt. Ef það verður ekki gert er stutt í að sjúklingurinn gefi upp öndina.
Þessi pistill fór óvart undir ranga frétt. Slóðin fyrir neðan er fréttin sem vísa átti til.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/01/10/hair_vextir_og_hoft/
Of snemmt að segja til um skilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar maður skoðar það að fyrirtækjum fjölgaði um 20.000 eða 57% (úr 35.000 í 55.000) frá 1999-2007 þá hlýtur maður að spyrja sig hvort það hafi í alvörunni verið rekstrargrundvöllur til framtíðar fyrir öll þessi fyrirtæki.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2009 kl. 13:35
Ég las þessa sem er með skynsemi og góðum ráðunum. Hvaða hagfræðibók last þú í skóla ?
thokri@rarik.is (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.